Fyrirlestrar
Við þökkum félagsfólki okkar kærlega fyrir þátttökuna á Bransadögum sem voru helgaðir nýsköpun í ár. Þau ykkar sem komust ekki til okkar í ár getið horft á upptökur fyrirlestra fjölda fagfólks sem kom til okkar og deildi þekkingu sinni og reynslu.
Óttar Freyr Einarsson
Óttar Freyr Einarsson er flugvirki til 12 ára sem nýlega hefur flutt sig yfir í ástandsgreiningar og sem á ensku kallast vanalega NDT (Non-Destructive Testing). Hann er partur af 5 manna ástandsgreiningarteymi HD. Teymið hefur vítt svið greiningarleiða til að fylgjast með vélbúnaði og er sífellt að fylgjast með hvað er nýtt í heimi skaðlausra prófana.
Elís H. Sigurjónsson
Elís H. Sigurjónsson er tæknistjóri hjá Kælitækni og fjallar um nýja lausn í kolsýru-kælikerfi með íslenskum kælimiðli.
Roland Pühringer
Roland Pühringer er suðusérfræðingur frá Fronius og mun kynna TIG Dynamic Wire og þar verður farið yfir grundvallareglur, hápunkta og ávinninga sjálfvirkra vírfærslu í TIG suðu meðal annars. Fronius rafsuðvélar eru með þeim fremstu í heiminum, Fronius er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1945 og er í Austurríki.
Gert K. Nielsen
Gert K. Nielson er hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun. Hann rekur stafrænu stofuna Emotion í Danmörku og kennir við Kaupmannahafnarskóla. Gert flytur fyrirlestur um gervigreind í prent og miðlun, tækifæri og ógnir.
Ævar Örn Ævarsson
vélstjóri og vörustjóri hjá Landvélum fjallar um reynda lausn í ástandsgreiningum frá SKF, svo kallaður QuickCollect búnaður.
Björn Jóhannsson
Björn Jóhannsson er landslagsarkitekt með yfir 20 ára reynslu af hönnun garða og opinna svæða.
Jóhannes Páll Friðriksson
Bsc í vélaverkfræði og eigandi 3D verk stjórnar umræðum um málmþrívíddarprentun. Jóhannes er vel að sér í þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað í þrívíddarprentun og því sem að henni snýr.
Graham Williams
Graham er sérfræðingur frá RMS, Reliability Maintenance Solutions, hann hefur unnið sem sérfræðingur hjá RMS í meira en 20 ár og fylgist vel með því sem gagnast iðnaðinum best þegar kemur að eftirliti með búnaði.
Sigurður Kristinsson
Sölustjóri hjá Sindra og sérfræðingur í tengslum við slípiskífur og bora
Elliot Smith
Elliot Smith sérfræðingur í tengslum við raf-og blendingsbíla heldur fyrirlestur um áskoranir rafvæðingar fyrir verkstæði og hvað þurfi að gera til að takast á við framtíðina.
Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir
Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir er sérfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun og verkefnisstjóri Asks mannvirkjarannsóknasjóðs.
Björgvin Benediktsson
Björgvin hefur víðtæka reynslu á sviði framleiðsluferla og er nýkominn til DTE frá Marel.
Róbert Bjarnason
Róbert Bjarnason er sérfræðingur í gervigreind og flytur erindi um gervigreind og myndvinnslu. Hann fer yfir skemmtilegar nýjungar sem líkegt er að gestir hafa ekki kynnst áður.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur og stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.
Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski
Anna er arkitekt hjá Lúdika arkitektum er löggiltur mannvirkjahönnuður og hefur unnið fjölbreytt og krefjandi hönnunarverkefni á Íslandi og í Bretlandi. Hún er einnig stundakennari við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Jan Dobrowolski er arkitekt hjá Lúdika arkitektum öðlaðist arkitektaréttindi í London þar sem hann hefur búið og unnið í rúman áratug. Hann hefur mikla reynslu af verkefnum frá Bretlandi, Íslandi og Mið-Austurlöndum.
Finnum lausnina!
Málstofa um betri dreifingu og sterkari ímynd prentaðs efnis. Ulle Jelluma frá Print Power, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins og Páll Ketilsson frá Víkurfréttum. Kristjana Guðbrandsdóttir stýrir umræðum.
From ”sleepy town to the new “klondike”
Tore Karlsson og Simon Dahlgren frá fræðslumiðstöðinni Skellefteå VUX ræða um fjölbreyttar áskoranir í tengslum við uppbyggingu rafhlöðuframleiðandans Northvolt á svæðinu ásamt því fara aðeins almennt yfir framleiðsluferli lithium rafhlöðunnar.
Bryndís Nielsen
Bryndís hefur starfað við ráðgjöf og miðlun upplýsinga í yfir tvo áratugi. Hún er einn eigenda samskiptafyrirtækisins Athygli og er jafnframt talskona Climeworks á Íslandi. Hún er með meistaragráðu í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London.