16Maí
16:00
- 17:00
Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur
Artesis - sívöktun á vélbúnaði
Þessi tækni er með öflugum greiningarbúnaði sem getur vaktað titring og gefið upplýsingar um ástand vélbúnaðar yfir netið. Einnig getum við búist við ýmsum öðrum fróðleik um ástandsgreiningar með nýjustu tækni.

Óttar Freyr Einarsson
Óttar Freyr Einarsson er flugvirki til 12 ára sem nýlega hefur flutt sig yfir í ástandsgreiningar og sem á ensku kallast vanalega NDT (Non-Destructive Testing). Hann er partur af 5 manna ástandsgreiningarteymi HD. Teymið hefur vítt svið greiningarleiða til að fylgjast með vélbúnaði og er sífellt að fylgjast með hvað er nýtt í heimi skaðlausra prófana.