15Maí

12:00

- 13:00

Prent- og miðlunarsvið
Fyrirlestur

Gervi­greind í prent og miðlun: Tæki­færi og ógnir

Gert K. Nielsen hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun heldur fyrirlestur um helstu tækifæri og ógnir í gervigreind í prentiðnaði.

Gert K. Nielsen ræðir um tækifærin sem felast í notkun gervigreindar í umbroti og hönnun sem felast helst í skemmtilegra hönnunarferli, fleiri möguleikum, tímasparnaði og aukinni sjálfvirkni. Hann ræðir einnig þær ógnir sem þarf að varast, svo sem siðferðileg álitamál, höfundarétt, áróður, misnotkun mynda og lýðræði. 

Gert er stofnandi og eigandi hönnunar- og miðlunarstofunnar Emotion og sérfræðingur í grafískri hönnun og hreyfihönnun við Kaupmannahafnarháskóla.

Gert K. Nielsen

Gert K. Nielson er hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun. Hann rekur stafrænu stofuna Emotion í Danmörku og kennir við Kaupmannahafnarskóla. Gert flytur fyrirlestur um gervigreind í prent og miðlun, tækifæri og ógnir.