15Maí

14:00

- 15:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Vist­vænar bygg­ing­ar­vörur

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir er lýsingarhönnuður og eigandi Ljósark, stundakennari í HR, stofnandi Vistbókar og er Women in lighting fulltrúi Íslands.

Hún mun fjalla um verkefnið vistbok.is sem er fyrsti íslenski gagnabankinn fyrir umhverfisvænar byggingarvörur. Þar má finna yfirlit yfir byggingarenfni sem eru uhverfisvottuð.   Umhverfisvottanir eru staðfestingar á því að ströngum og skýrum kröfum um gæði og umhverfisþætti hefur verið fylgt í framleiðsluferli byggingarvöru. Í sumum vottunum er einnig komið í veg fyrir að varan hafi skaðleg áhrif á heilsu íbúa mannvirkis og enn aðrar vottanir gefa til kynna umhverfisáhrif yfir líftíma vörunnar.